Komdu nú að kveðast á
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Uncategorized
14.04.2010
kl. 09.01
Eins og ætíð má gera ráð fyrir á síðasta degi vetrar munu hagyrðingar setjast niður og reyna að kveða hvern annan í kútinn áhorfendum til skemmtunar á Blönduósi.
Hagyrðingakvöld verður eins og vanalega Í Ósbæ Blönduósi síðasta vetrardag 21 apríl kl.20,30. Landskunnir hagyrðingar undir styrkri stjórn Gísla H Geirssonar bónda Mosfelli
mæta og skemmta viðstöddum. Heimamenn spila fyrir dansi að loknum kviðlingum eitthvað fram á nóttina. Allir velkomnir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.