Klakkur í vikustoppi vegna bilunnar

Mikill reykur kom upp  í vélarrúmi Klakks sl. laugardag en rafall í vélarrúmi hafði brunnið yfir með fyrr greindum afleðingum.
Þegar atvikið átti sér stað var Klakkur staddur úti fyrir Húnaflóa og var haft samband við Slysavarnafélag Íslands þar sem grunur lék á að eldur væri um borð. Svo var ekki og var því hjálpin afþökkuð skömmu síðar.

Klakkur átti að koma í land í dag mánudag og var því ekki um nema tveggja daga styttingu á túrnum að ræða en gera má ráð fyrir að hann stoppi í viku í landi meðan gert verður við rafkerfið.
Að sögn Gylfa Guðjónssonar, útgerðastjóra hjá Fisk Seafood, var engin hætta á ferðum og allir starfsmenn heilir eftir atvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir