Kirkjukvöldið á sínum stað í Sæluvikudagskránni
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
23.04.2010
kl. 15.52
Kirkjukór Sauðárkrókskirkju heldur sitt árlega kirkjukvöld mánudagskvöld í Sæluviku þar sem sunginn verður konsert þar sem lagaval er mjög fjölbreytt, allt frá Bítlalögum til Schuberts.
-Í ár erum við svo heppin að fá hana Þóru Einarsdóttur sem er ein af okkar bestu sópransöngkonum til að syngja nokkur lög. Og ræðumaður kvöldsins að þessu sinni er heimamaðurinn Páll Brynjarsson, en hann kann víst að segja frá, segir Guðbjörg Árnadóttir söngkona kirkjukórsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.