Kennarar Tónlistarskóla mótmæla niðurskurði
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
11.05.2009
kl. 08.32
Kennarara við Tónlistarskóla Skagafjarðar hafa sent frá sér harðorða ályktun sem er tilkomin vegna uppsögn á starfi og starfshlutfalli tveggja kennara við skólann.
Í ályktuninni segir að samkennarar harmi það skilningsleysi sem felst í aðför að margra ára uppbyggingastarfi. Það séu nöturlegar þakkir fyrir vel unnin störf og ömurleg skilaboð til sönghéraðsins Skagafjarðar og ekki samboðið stjórnendum sveitarfélagsins að fara þannig með vald sitt á erfiðum tímum. Segjast kennarar við skólan ætlast til þess að kjörninr fulltrúar þeirra standi vörð um tónlistamenntun í Skagafirði og forgangsraði í samræmi við það.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.