Kammerkór Norðurlands í Blönduóskirkju

Kammerkór Norðurlands

Kammerkór Norðurlands heldur tónleika í Blönduóskirkju mánudaginn 25. maí næstkomandi og hefjast þeir klukkan 20:30. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Á efnisskrá eru íslensk lög og þjóðlagaútsetningar, t.a.m. frumflutningur á þrem lögum; þar af einu, Heimsósóma Skáld-Sveins og Vatnsdælingsins Báru Grímsdóttur, sem samið var sérstaklega fyrir kórinn.
Kórinn hefur flutt söngskrána víða og fengið glimrandi dóma fyrir flutninginn. Hann er skipaður menntuðu söngfólki frá Blönduósi í vestri til Kópaskers í austri. Aðgangseyrir er kr. 1.500, því miður er ekki hægt að taka við greiðslukortum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir