Kamilla og þjófurinn
Sóknarpresturinn á Skagaströnd Sr. Úrsúla Árnadóttir og Hólaneskirkja buðu nemendum Barnabóls og nemendum 1.-4. bekkjar Höfðaskóla á leiksýningu í kirkjunni 21. apríl s.l.
Það er Stoppleikhópurinn sem flytur verkið en það er byggt á þekktri sögu eftir Kari Vinje en Valgeir Skagfjörð er höfundur tónlistar og söngtexta.
Sýningin segir frá Kamillu litlu sem býr ásamt Soffíu, stóru systur sinni, í litlu, rauðu húsi sem heitir Sólarstofa. Soffía vinnur fyrir peningum handa þeim svo að þær geti keypt sér mat og fatnað. Foreldrar þeirra eru dánir. Besti vinur Kamillu heitir Sebastían. Hann er innbrotsþjófur, en dag einn ákveður hann að hætta að stela. Hann ætlar að verða guðs barn.
Leikstjóri er Katrín Þorkelsdóttir en leikarar þau Eggert Kaaber og Margrét Kaaber.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.