James Blake heillar þessa dagana / ÁSGEIR TRAUSTI
Ásgeir Trausti Einarsson (1992) er ungur tónlistarmaður sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í sjónvarpsþættinum Hljómskálanum í vor. Þar söng hann lagið Sumargestur sem fangaði vorstemninguna og um leið huga þjóðarinnar. Ásgeir Trausti fylgdi vinsældum þess lags eftir með smáskífunni Leyndarmál sem náði gífurlegri hylli og kom honum endanlega á kortið sem einum efnilegasta tónlistarmanni landsins.
Ásgeir semur öll lögin á plötunni en um textagerð sjá þeir Einar Georg Einarsson, faðir Ásgeirs, og vinur Ásgeirs, Júlíus Aðalsteinn Róbertsson. Upptökustjórn var í höndum Guðmundar Kristins Jónssonar. Feykir sendi Ásgeiri, sem er frá Laugarbakka í Húnaþingi vestra, nokkrar spurningar í tilefni af útkomu Dýrðar í dauðaþögn sem hann svaraði samviskusamlega.
Hljóðfæri: Gítar aðallega, en get bjargað mér á ýmsum hljóðfærum.
Helstu tónlistarafrek: Klára framhaldspróf á klassískan gítar og gefa út mína fyrstu breiðskífu
Uppáhalds tónlistartímabil? 90's.
Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? James Blake.
Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Klassík og harmónikkutónlist.
Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Nevermind.
Hvaða græjur varstu þá með? Vasadiskó.
Hvað syngur þú helst í sturtunni? Pósturinn Páll.
Wham! eða Duran? Wham!
Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Stranglers.
Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Sunnudagsmorgunn með Jóni Ólafs.
Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Hefði viljað fara á Nirvana á Unplugged in New York tónleikana og hefði tekið Andra með.
Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? Kurt Cobain.
Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? For Emma, Forever ago.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.