Ingibjörg í fyrsta og Gunnar Bragi öðru hjá Miðflokknum
Uppstillinganefnd Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi lagði til að Ingibjörg Davíðsdóttir leiði lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar en listi flokksins var kynntur til sögunnar í gær. Ingibjörg kemur þar með í stað Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, sem skipaði fyrsta sæti í kjördæminu áður en færir sig nú yfir í annað kjördæmi.
Vísir.is segir frá því að kjördæmisfélag Miðflokksins hafi samþykkti framboðslista uppstillinganefndar flokksins á félagsfundi sem fór fram á Zoom í gærkvöldi.
Það vekur óneitanlega athygli að Króksarinn Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dregur fram þingskóna á ný og skipar annað sæti listans. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins frá 2017 til 2021, skipar þriðja sæti.
Listann í heild sinni má sjá hér að neðan:
- Ingibjörg Davíðsdóttir, stjórnarformaður Íslenska fæðuklasans og sendiherra
- Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi ráðherra
- Sigurður Páll Jónsson, fyrrverandi þingmaður
- Hákon Hermannsson, Ísafirði
- Högni Elfar Gylfason, Skagafirði
- Finney Aníta Thelmudóttir, Akranesi
- Ílóna Sif Ásgeirsdóttir, Skagaströnd
- Friðþjófur Orri Jóhannsson, Hellissandi
- Erla Rut Kristínardóttir, Akranesi
- Hafþór Torfason, Drangsnesi
- Ásgeir Sævar Víglundsson, Dalasýslu
- Jökull Fannar Björnsson, Borgarbyggð
- Óskar Torfason, Drangsnesi
- Óli Jón Gunnarsson, Akranesi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.