Hvöt sigraði Kormák stórt
feykir.is
Uncategorized
25.05.2009
kl. 08.50
Húnvetnsku liðin Hvöt og Kormákur áttust við í Visabikarnum í gær á Blönduósvelli og endaði með stórsigri Hvatarmanna. Hvöt er með eitt sterkasta liðið í 2.deild en Kormákur hefur ekki teflt fram liði í Íslandsmóti í nokkur ár.
Úrslit leiksins urðu Hvöt 6, Kormákur 0
Þeir sem skoruðu voru:
1-0 Milan Lazarevic ('23)
2-0 Muamer Sadikovic ('33, víti)
3-0 Jónas Guðmannsson ('51)
4-0 Vignir Örn Guðmundsson ('84)
5-0 Jón Björgvin Hermannsson ('87)
6-0 Brynjar Guðjónsson ('89, víti)
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.