Hvöt fer til Austurríkis á EM í futsal

 

Strákarnir í Hvöt eru Íslandsmeistarar í Futsal

Íslandsmeistarar Hvatar í Futsal munu í ágúst halda til Austurríkis þar  sem þeir etja kappi við heimamenn í 1 FC All Stars Wiener Neustadt, Asa Tel-Aviv frá Ísrael og Erebuni Yerevan frá Armeníu.

Riðillinn verður leikinn á tímabilinu 15. - 23. ágúst. Hvöt verður annað íslenska félagið til að taka þátt í Evrópukeppninni en Víðismenn riðu á vaðið í fyrra.

Nánar verður fjallað um ferð Hvatar til Austurríkis í Feyki næstkomandi fimmtudag auk þess sem strákarnir hafa lofað því að lesendur Feykis fái að fylgjast náið með ævintýraferð þeirra til Austurríkis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir