Hverjir voru þessir fyrstu Króksarar?

Gömul mynd af Króknum. MYND FACEBOOKSÍÐA VIÐBURÐAR
Gömul mynd af Króknum. MYND FACEBOOKSÍÐA VIÐBURÐAR

Sunnudaginn 27. október nk. verður viðburður í Gránu sem ber heitið, Hverjir voru þessi fyrstu Króksarar?  Maðurinn á bak við viðburðinn er Unnar Rafn Ingvarsson fagstjóri á Þjóðskjalasafni Íslands sem mun fjalla um fyrstu íbúa Sauðárkróks í máli og myndum.

Blaðamaður Feykis hafði samband við Unnar og bað hann að segja okkur aðeins frá viðburðinum. - Þessi viðburður í Gránu er nú einfaldlega hugsaður sem tækifæri til að tala dálítið um gamla Krókinn. Það sem ég mun tala um þarna er byggt á ritgerð sem ég skrifaði fyrir nokkrum árum um samfélagsbreytingar í Skagfirði frá 1850 til 1940 og er svona einhvers konar samsafn af allskonar sem ég tíndi saman frá þeim árum sem ég vann á héraðsskjalasafninu á Króknum og bætti síðan við úr þeim gögnum sem eru varðveitt í Þjóðskjalasafninu og víðar. Í grunninn er ég að velta fyrir mér hvernig fólk kom á Krókinn í upphafi og hvaða væntingar það hafði til lífsins og tilverunnar. Saga Sauðárkróks er nefnilega stórmerkileg og Krókurinn á margan hátt ólíkt hvernig Sauðárkrókur byggðist upp miðað við aðra þéttbýlisstaði á Íslandi, þó hann hafi síðar, með uppbyggingu sjávarútvegs orðið líkari öðrum bæjum.

Eftir að Unnar  flutti frá Króknum hef hann unnið hjá Þjóðskjalasafninu. Núna er hann að vinna að því að reyna að koma hluta safnkostsins út á netið þannig að allir, óháð staðsetningu, geti skoðað skjöl úr safninu.

Viðburðurinn er haldinn af Menningarfélagi Gránu og styrktur af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra og byrjar kl:14:00 og er frítt inn og kaffi á könnunni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir