Hvatarmenn taka á móti Reyni úr Sandgerði á morgun
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
14.05.2010
kl. 09.51
Nú er vertíðin að hefjast í 2. deild karla í fótboltanum og fyrsti leikur sumarsins hjá Hvöt leikinn á morgun á Blönduósvelli og hefst klukkan 14:00.
Á heimasíðu Hvatar segir að liðið nú sé blanda af ungum og eldri heimamönnum, aðkomumönnum sem hafa spilað eitt eða fleiri ár með liðinu og nýjum sem komið hafa til liðsins í vor og munu leika með liðinu til enda tímabilsins. Undirbúningur hefur gengið vel og liðið spilað þó nokkuð marga leiki og virðist liðið koma vel undan vetri. Jens Elvar, þjálfari liðsins er bjartsýnn og segir Hvatarliðið vera stórhuga fyrir sumarið sem á að geta barist á toppi 2. deildar á komandi tímabili.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.