Húnvetnsku liðakeppninni lauk með glans
Lokakeppni Húnvetnsku liðakeppninnar fór fram s.l. föstudagskvöld og stóð Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir liðsstjóri Liðs 1 uppi sem sigurvegari. Lið 3 hafnaði í öðru sæti, lið 2 í því þriðja og lið 4 rak lestina.
Lið 1 var skipað fulltrúum Hvammstanga, Hrútafjarðar og Miðfjarðar og unnu þeir sér inn 142,5 stig. Í öðru sæti varð lið 3 (Víðidalur, Fitjárdalur) með 132 stig. Í þriðja sæti varð lið 2 (Vatnsnes og Vesturhóp) með 114,5 stig og í fjórða sæti varð lið 4 (Austur-Húnavatnssýsla) með 50 stig. Mótið var gríðarsterkt og góð stemmingin á pöllunum þar sem stuðningsfólk liðanna kvatti sitt fólk til dáða.
Myndir af mótinu er hægt að nálgast HÉR
Á lokamótinu var keppt í tölti og urðu úrslit eftirfarandi (forkeppni/úrslit):
Unglingaflokkur
A-úrslit:
- 1. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Höfðingi frá Dalsgarði 5,83/6,44
2. Jóhannes Geir Gunnarsson og Þróttur frá Húsavík 5,93/6,33
3. Elín Hulda Harðardóttir og Móheiður frá Helguhvammi II 5,87/6,28
4. Kristófer Már Tryggvason og Gammur frá Steinnesi
5,4/6,06 5. Helga Rún Jóhannsdóttir og Akkur frá Nýjabæ 5,57/5,67
B-úrslit:
6. Valdimar Sigurðsson og Píla frá Eilífsdal 5,17/5,72
7. Rakel Rún Garðarsdóttir og Hrókur frá Stangarholti 4,87/5,17
8. Rakel Ósk Ólafsdóttir og Funi frá Fremri-Fitjum 4,33/4,72
9. Fríða Marý Halldórsdóttir og Stella frá Efri-Þverá 4,93/4,44
2. flokkur
A-úrslit:
1. Pétur Vopni Sigurðsson og Silfurtoppur frá Oddgeirshólum 6,50/7,06
2. Ninni Kulberg og Sóldögg frá Efri-Fitjum 6,73/6,94
3. Þóranna Másdóttir og Glæða frá Dalbæ 6,07/6,89
4. Patrik Snær Bjarnason og Ólga frá Steinnesi 5,83/6,61 (vann B-úrslit með 6,17)
5. Fjóla Viktorsdóttir og Lárus frá Syðra-Skörðugili 6,07/6,39
6. Halldór Pálsson og Rispa frá Ragnheiðarstöðum /6,076,22 7. Halldór Sigfússon og Seiður frá Breið 6,07/6,17
B-úrslit
8. Vigdís Gunnarsdóttir og Aþena frá Víðidalstungu II 5,97/6,17
9. Kolbrún Stella Indriðadóttir og Tjáning frá Grafarkoti 5,83/6,17
10. Gerður Rósa Sigurðardóttir og Katarina fra´Tjarnarlandi 5,83/6,00
1. flokkur
A-úrslit
1. Ingólfur Pálmason og Dreyri frá Hjaltastöðum 7,10/7,50
2. Tryggvi Björnsson og Bragi frá Kópavogi 6,93/7,50
3. Elvar Einarsson og Mön frá Lækjamóti 7,07/7,33
4. Herdís Einarsdóttir og Grettir frá Grafarkoti 6,70/7,17 (vann B-úrslit með 7,06)
5. Fanney Dögg Indriðadóttir og Orka frá Sauðá 6,73/6,78
B-úrslit
6. James Faulkner og Vigtýr frá Lækjamóti 6,70/6,89
7. Pálmi Geir Ríkharðsson og Heimir frá Sigmundarstöðum 6,43/6,67
8. Ísólfur Líndal Þórisson og Þrift frá Hólum 6,43/6,61
9. Aðalsteinn Reynisson og Alda frá Syðri-Völlum 6,50/6,44
Úrslit í einstaklingskeppninni voru:
Unglingaflokkur:
- 1. Ásdís Ósk Elvarsdóttir 10 stig
- 2. Jóhannes Geir Gunnarsson 9 stig
- 3 - 5. Helga Rún Jóhannsdóttir 5 stig
- 3 - 5. Viktor J Kristófersson 5 stig
- 3 - 5. Sigrún Rós Helgadóttir 5 stig
2. flokkur
- 1. Patrik Snær Bjarnason 16 stig
- 2. Ninni Kulberg 14 stig
- 3. Gréta B Karlsdóttir 13 stig
- 4-5. Kolbrún Stella Indriðadóttir 11 stig
- 4-5. Halldór Pálsson 11 stig
1. flokkur
- 1. Tryggvi Björnsson 35 stig
- 2. Elvar Einarsson 27 stig
- 3. Reynir Aðalsteinsson 22 stig
- 4. Herdís Einarsdóttir 19 stig
- 5. Elvar Logi Friðriksson 15 stig.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.