Húnagullið á lambið

Vilko á Blönduósi, hefur nú hafið framleiðslu á nýju kryddi sem hefur fengið heitið Húnagull –himneskt á lambakjöt. Húnagull er gullin kryddblanda sem hentar fræbærlega á allt kjöt.  Kryddið inniheldur húðað salt þannig að það dregur ekki safan úr kjötinu og því gott að láta kryddið liggja á nokkra stund fyrir eldun.

Húnagull gefur gott bragð, blandað af pipar, hvítlauk og papriku.
Ingimundi gamla er gert skil á kryddglasini með eftirfarandi texta:
Landnámsmaður í Húnavatnssýslum var Ingimundur gamli sem nam Ísland að Hofi í Vatnsdal. Á ferð sinni um héraðið sáu Ingimundur og menn hans ísbjarnarbirnu með tvo húna á vatni einu sem nú heitir Húnavatn og héraðið allt Húnavatnssýslur. Þeir handsömuðu birnuna ásamt húnunum og höfðu á Hofi uns siglt var með dýrin til Noregs þar sem Ingimundur færði Noregskonungi að gjöf.
Þegar sólin sest í sæ við Húnaflóa glóa þar himin og haf, því á nafnið Húnagull vel við krydd sem kemur frá Húnavatnssýslu.
Dreifing á Húnagullin hefst í næstu viku og því ætti að vera hægt að nálagt það í öllum betri verslunum á landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir