Hreinsi með 9 þriggja stiga körfur

Hreinn Gu

Strákarnir í unglingaflokki héldu sér inni í  baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í körfubolta  þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu topplið Hauka í Síkinu á dögunum.Var þetta í annað sinn í vetur sem Tindastóll leggur þetta sterka lið að velli.

Staða eftir leikhlutum: 21:11, 39:35, 57:51, 75:64.

Leikurinn hófst með mikilli flugeldasýningu frá Hreinsa, en hann var búinn að setja 3 þriggja stiga körfur eftir 4 mínutur. Góður varnaleikur fylgdi svo í kjölfarið og Tindastóll kominn með 10 stiga forystu í lok leikhlutans.

2. leikhluti hófst á svipuðum nótum, með góðri hittni fyrir utan þriggja stiga línuna og fyrirmyndar varnarleik náðu heimamenn að auka enn við forskotið. En í stöðunni 36-19 fóru Haukar að spila pressuvörn, sem svínvirkaði fyrir þá og þeir kláruðu leikhlutann 16-3 og stefndi í spennandi síðari hálfleik.

3. leikhluti var svo í járnum, Haukar héldu áfram að spila pressuvörn, en Tindastóll ávallt skrefinu á undan og voru sem fyrr í leiknum að hitta vel úr þriggja stiga skotunum.

Haukar byrjuðu 4. leikhluta mun betur. Eftir 5 mínútna leik höfðu þeir skorað 12 stig en Tindastóll einungis 3, sem öll höfðu komið af vítalínunni, og staðan orðin 60-63. En þá hnykkluðu heimamenn vöðvana og kláruðu leikinn 15-1 og því öruggur 11 stiga sigur í höfn.

Eftir þennan leik er staðan á efstu liðum þannig. Haukar (12 sigrar/3 töp), Keflavík (9/5), Njarðvík (9/3), Tindastóll (9/4), Valur (9/3)
Eins og sést er frekar misjafnt á milli efstu liða hversu marga leiki þau hafa spilað, en til glöggvunar má benda á að hvert lið leikur 16 leiki á tímabilinu.

Um næstu helgi eru svo síðustu útileikir unglingaflokks í deildarkeppninni. Á laugardeginum mæta þeir Fjölni, og svo er stórleikur við Valsmenn á sunnudeginum.

Stigaskor Tindastóls:

Hreinn Birgisson 31 (9 þriggja stiga)
Einar Einarsson 12
Sigmar Björnsson 11
Halldór Halldórsson 6
Þorbergur Ólafsson 6
Hákon Bjarnason 5
Loftur Eiríksson 4

Stigaskor Hauka
Örn Sigurðarson 32
Steinar Arason 10
Emil B 9
Arnar Kristinsson 6
Alex Ívarsson 5
Kristinn Magnússon 2

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir