Hólahátíð um aðra helgi

Steingrímur J Sigfússon ráðherra mun flytja Hólaræðu ársins 2009

Hólahátíð verður haldin dagana 14. - 16. ágúst næstkomandi en glæsileg dagskrá hátíðarinnar hefur nú tekið á sig lokamynd. Hátíðin hefst með málþingi um prentarfinn og stofnun prentminjasafns á Hólum. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra flytur síðan Hólaræðuna við hátíðarsamkomu í Hóladómkirkju sunnudaginn 16. ágúst.

Dagskrá:

Föstudagur 14. ágúst
Kl. 20 
Málþing í Auðunarstofu um prentarfinn og stofnun prentminjasafns á Hólum.
Menningarminjum mætt - Málfríður Finnbogadóttir verkefnastjóri.
Minjar fortíðar, miðlar nútíðar og framtíðar -  Birgir Guðmundsson lektor við Háskólann á Akureyri.

Laugardagur 15. ágúst
Pílagrímagöngur úr tveimur áttum. Annars vegar um Heljardalsheiði frá Atlastöðum í Svarfaðardal kl. 9:00. Hins vegar frá Flugumýri að Hvammsdal um svokallaða Biskupaleið. Mæting við Flugumýrarkirkju kl. 7:30.
(Skráning malfridur@holar.is – sjá www.kirkjan.is/holadomkirkja)

Kl. 9  Morgunsöngur í Dómkirkjunni. 
Kl. 13  Gengið í Gvendarskál, þar sem vígslubiskup syngur pílagrímamessu við altari Guðmundar góða
Kl. 16  Fornleifarölt mæting við anddyri Hólaskóla
Kl. 18  Tekið á móti pílagrímum í Dómkirkjunni – kvöldsöngur
Kl. 20  Grillveisla

Sunnudagur 16. ágúst
Kl. 9  Morgunsöngur í Dómkirkjunni
Kl.  10.30  Erindi í Auðunarstofu – sr. Ágúst Sigurðsson frá Möðruvöllum minnist þess að 50 ár eru liðin frá því faðir hans, sr. Sigurður Stefánsson, var vígður til biskups í Hóladómkirkju.
Nýr hátíðarskrúði fyrir Hóladómkirkju afhentur. Sigríður Jóhannsdóttir.
Kl. 14  Hátíðarmessa í Hóladómkirkju. Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup, sr. Gunnar Jóhannesson sóknarprestur, sr. Hjörtur Pálsson og sr. Dalla Þórðardóttir, prófastur þjóna fyrir altari. Sr. María Ágústsdóttir prédikar. Organisti Eyþór Ingi Jónsson. Hátíðarkór Hóladómkirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Jóhanns Bjarnasonar. Einsöng syngur Kristjana Arngrímsdóttir.
Kl. 15 Hátíðarkirkjukaffi í Hólaskóla.
Kl. 16.30  Hátíðarsamkoma í Dómkirkjunni. Hólaræðan, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Skáld Hólahátíðar, Vilborg Dagbjartsdóttir. Tónlistarflutningur, Kristjana Arngrímsdóttir syngur og Eyþór Ingi Jónsson leikur á orgel.

Nýr hátíðarskrúði dómkirkjunnar verður að messu lokinni til sýnis í kirkjunni. Sýningin stendur út ágústmánuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir