Hjálmurinn bjargar - Lögreglan með átak í annað sinn

Stykki datt úr hjálmnum þegar farið var að skoða hann.

Reiðhjólahjálmur sannaði svo sannarlega gildi sitt í gær þegar Skírnir Már,  8 ára, datt illa á reiðhjóli og beint á höfuðuð. Hjálmurinn brotnaði en Skírnir Már slapp með skrámur. Lögreglan á Sauðárkróki ætlar nú í annað sinn að vera með sérstakt hjálmaátak og stöðva öll börn sem hjóla án hjálms.

Eins og sjá má slapp Skírnir Már með skrámur en hjálmurinn, hann er ónýtur.

-Við byrjuðum á þessu í fyrra og þetta verkefni gaf mjög góða raun sem lýsti sér í því að ekki voru liðnir margir dagar þegar allir voru komnir með hjálm, segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki.

Þau börn sem verða stoppuð án hjálms mun verða fylgt heim og eða gert að leiða hjólin heim og í framhaldinu fá foreldrar barnanna bréf. -Það er sem betur fer orðin undantekning ef við  sjáum börn án hjálma.
Hvað með þessa hjálpa má nota þá endalaust? -Nei, ef krakkarnir detta og það er komin sprunga í hjálminn eða hann orðinn gamall þá þarf að skipta út hjálminum. Allar sprungur eða brestir í hjálminum veikja hann og gera hann óáreiðanlegri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir