Hátíðarstemning austan Vatna á þjóðhátíðardaginn
17. júní var fagnað með ýmsum, og víða óhefðbundnum, hætti þetta árið og settu eftirköst COVID-19 víða mark sitt á hátíðahöld dagsins. Á Hofsósi var ýmislegt í boði, m.a. var teymt undir börnum, hægt var að skella sér á róðrarbretti og ungir og aldnir nutu blíðunnar í sundlauginni þar sem sápurennibrautin vakti ánægju yngri kynslóðarinnar.
Við grunnskólann var nýuppsett aparóla tekin í notkun en róluna keyptu íbúasamtökin Byggjum upp Hofsós og nágrenni og Minningarsjóður Rakelar Pálmadóttur í sameiningu ásamt því sem Sveitarfélagið Skagafjörður styrkti framkvæmdina að hluta. Vala Ófeigsdóttir sem situr í stjórn íbúasamtakanna segir að íbúar hafi lagt fram mikla sjálfboðavinnu við uppsetninguna og vill koma á framfæri þökkum til þeirra. Sérstakar þakkir fær Hlíðarendabúið sem gaf mottur undir róluna, skógræktin í Engihlíð sem gaf trjákurl og Uppsteypa ehf. sem lánaði tæki og starfsmann
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.