Hanna Rún með hæstu meðaleinkunn

Hanna Rún
Hanna Rún

Dagana 10. og 11. júní síðastliðinn voru brautskráðir rúmlega 500 kandídatar frá Háskólanum á Akureyri. Það sem meira er að við brautskráningu kandídata í grunnnámi brautskráðist Hanna Rún Jónsdóttir, frá Bessastöðum í Sæmundarhlíð, með viðurkenningu frá viðskiptadeild fyrir bestan námsárangur á viðskiptadeild.

Jafnframt hlaut Hanna Rún viðurkenningu (og styrk) frá KEA að launum fyrir að vera með hæðstu meðaleinkunn kandídata í grunnnámi á viðskipta- og raunvísindasviði.
Þegar Feykir hafði samband við Hönnu sagði hún að þessar viðurkenningar væru hvetjandi. Hún tók líka fram að hún sé ánægð með að hafa valið Háskólann á Akureyri því það sé frábær skóli og að þau þrjú ár sem hún var þar hafi verið henni algjörlega ómetanleg.
Þetta verður að teljast til afreksárangurs og óskum við Hönnu Rún til hamingju með glæstan árangur.

/IÖF

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir