Handverkssýning og kaffisala í Hnitbjörgum
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
12.05.2010
kl. 09.16
Félagsstarf aldraðra verður með sýningu og kaffisölu fimmtudaginn 13.maí uppstigningardag frá 14:00-17:00 í Hnitbjörgum, Flúðabakka 4 á Blönduósi.
Sýndir verða munir sem unnir hafa verið í starfinu í vetur og eru ungir sem aldnir hvattir til að koma og styðja við bakið á eldriborgurum og skoða verk þeirra sem eru stórkostleg og ekki spillir fyrir kaffihlaðborð sem gott er að enda á í lok sýningar.
Ragnheiður Blöndal gaf nýlega út bókina Gulllandið grimma í þýðingu Ragnheiðar Blöndal frá Brúsastöðum í Vatnsdal. Ragnheiður stundar félagsstarfið og mun hún selja og árita bók sína í Hnitbjörgum meðan á sýningu stendur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.