H-listinn býður fram í nýju sveitarfélagi í Austur-Hún
Það er orðið kristaltært að íbúar í sameinuðu sveitarfélagi Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar geta í það minnsta valið milli tveggja lista í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þegar hafði D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra verið kynntur til sögunnar og nú í vikunni bættist H-listinn í pottinn en það er Jón Gíslason á Stóra-Búrfelli, núverandi oddviti Húnavatnshrepps, sem leiðir listann.
Í öðru sæti H-listans er Berglind Hlín Baldursdóttir, fulltrúi í sveitarstjórn, sérkennari og bóndi í Miðhúsum, en þriðja sætið skipar Guðmundur Arnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri og byggingarfræðingur á Blönduósi.
Þetta er í fyrsta sinn sem H-listinn býður fram en í tilkynningu sem birt er á Húnahorninu segir að listinn sé skipaður öflugu fólki sem býr að fjölbreyttri reynslu og menntun sem er tilbúið til að vinna af krafti fyrir sveitarfélagið með hagsmuni allra að leiðarljósi.
Eftirtaldir skipa H-listann:
1. Jón Gíslason, bóndi og oddviti, Stóra - Búrfell
2. Berglind Hlín Baldursdóttir, sérkennari, fulltrúi í sveitarstjórn og bóndi, Miðhúsum
3. Guðmundur Arnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri og byggingarfræðingur, Blönduósi
4. Guðný Ósk Jónasdóttir, bóndi, Ártúnastreng
5. Lára Dagný Sævarsdóttir, leikskólaliði, Blönduósi
6. Hilmar Smári Birgisson, bóndi og verktaki, Uppsölum
7. Páley Sonja Wium Ragnarsdóttir, sjúkraliði og kennari, Blönduósi
8. Þórarinn Bjarki Benediktsson, bóndi og verktaki, Breiðavaði
9. Renate Janine Kemnitz, bóndi og líftækninemi, Árholti
10. Helgi Páll Gíslason, bóndi, Höllustöðum
11. Þorsteinn Jóhannsson, bóndi, Auðólfsstöðum
12. Gísli Hólm Geirsson, bóndi og frjótæknir, Mosfelli
13. Egill Herbertsson, bóndi, Haukagili
14. Auður Guðfinna Sigurðardóttir, verslunarstarfsmaður, Fremstagili
15. Óli Valur Guðmundsson, Eignaumsjónarmaður Húnavatnshrepps, Blönduósi
16. Grímur Guðmundsson, vélvirki og bóndi, Reykjum
17. Selma Sigurbjörg Erludóttir, ökukennari, Blönduósi
18. Þorleifur Ingvarsson , bóndi og bókari, Sólheimum
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.