Gullkálfurinn Halldór

Halldór Halldórsson formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls til margra ára, var á Körfuknattleiksþingi sem haldið var um helgina í Kópavogi, sæmdur gullmerki Körfuknattleikssambands Íslands. Halldór hefur auk þess að leiða starf körfuknattleiksdeildar Tindastóls undanfarin ár, gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir körfuknattleikssambandið m.a. setið í dómstólk KKÍ um árabil.

Stefán Borgþórsson tók meðfylgjandi mynd þegar Hannes Jónsson formaður körfuknattleikssambandsins nældi gullmerkinu fagmannlega í Halldór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir