Grunnskólamótið í hestaíþróttum

Nú er komið að lokamótinu í Grunnskólamótaröð hestamannafélaga á Norðurlandi vestra en það verður haldið í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki sunnudaginn 18. apríl kl. 13:00.

 Keppt verður í:

  • Fegurðarreið     1. – 3. bekkur
  • Tölt                        4. – 7. bekkur
  • Tölt                        8. – 10. bekkur
  • Skeið                     8. – 10. bekkur
  •  

Við skráningu þarf að koma fram keppnisgrein, nafn knapa, bekkur og skóli. Nafn hests, aldur, litur og upp á hvora hönd er riðið.

Skráning þarf að berast fyrir fimmtudagskvöld 15. apríl á lettfetar@gmail.com. Skráningargjald er 1000 krónur á hest og 500 á næstu hesta og greiðist á staðnum áður en mót hefst.

Varmahlíðarskóli leiðir í stigakeppninni og verður spennandi að sjá hvort öðrum skólum takist að hefta sigurgöngu hans.

Stigin í keppninni standa þannig:

  • Varmahlíð 63
  • Árskóli 45
  • Húnaþing vestra 44
  • Húnavallaskóli 39
  • Blönduósskóli 16
  • Gr. austan vatna 14

 

Varmahlíðarskóli teflir fram öflugu liði þar sem krakkarnir hafa náð árangri í öllum flokkum en það er þeirra aðalstyrkur. Að sögn Smára Haraldssonar aðstandenda keppninnar hefur verið mikil þátttaka og gríðarlega góð stemning á mótum vetrarins. –Stemningin er léttari en á öðrum mótum en Grunnskólamótið er góður vettvangur fyrir krakkana að kynnast hvort öðru og kynnast því að keppa á mótum, segir Smári.

Sérstök verðlaun verða veitt í fyrsta skipti fyrir stigahæsta knapann úr keppnum vetrarins og ætti það að gera keppnina ennþá meira spennandi.

Frekari upplýsingar hjá Smára í síma 8447285

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir