Góðir gestir heimsóttu Krókinn
Á Skagafjörður.com segir frá því að til Sauðárkróks hafi komið góðir gestir á sunnudag. Voru það Inge Lise Popp Stuckert og maður hennar Helmut Stuckert. Inge Lise er dóttir Louis Popp sem var fæddur á Sauðárkróki en faðir hans var Christian Popp kaupmaður á Sauðárkróki og afi Ludvig Popp.
Ludvig mætti með réttu kalla föður Sauðárkróks, enda var hann fyrsti kaupmaðurinn sem rak stóra verslun á Sauðárkróki og hafði mest áhrif á skipulag bæjarins.
Hann var einnig helsti hvatamaður þess að kirkja var byggð á Sauðárkróki og að kirkjugarðurinn væri uppi á Nöfum, svo eitthvað sé nefnt. Áhrif þessarar fjölskyldu má sjá víða um bæinn. Villa Nova var t.d. byggt af Christian Popp og fjölskyldu hans.
Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.