Góðar gjafir

Þórveig á Sleitustöðum. Mynd; Hólar.is

Hóladómkirkju bárust góðar gjafir á Hólahátíð. Annars vegar forkunnarfagur nýr altarisdúkur, saumaður og gefinn kirkjunni af Þórveigu Sigurðardóttur frá Sleitustöðum. Hins vegar nýr hátíðarskrúði sem hjónin
Leifur Breiðfjörð og Sigríður Jóhannsdóttir hönnuðu.

Altarisdúkurinn var helgaður í hátíðarmessu klukkan 14 á sunnudag en hann kemur í stað dúks sem móðir Þórveigar heklaði og gaf kirkjunni fyrir vígslu turnsins árið 1950.  Sá var orðinn nokkuð slitinn enda í stöðugri notkun í 59 ár.

Mynd; Hólar.is

Hátíðarskrúðinn var hins vegar afhentur í samkomu í Auðunarstofu um morguninn. Gerði Sigríður við afhendingu hans grein fyrir tilurð hans, vinnu við gerð hans og táknmáli útsaumsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir