Gísli vill viðræður við kröfuhafa vegna gjaldþrots Jarðgerðar
feykir.is
Skagafjörður
14.05.2010
kl. 12.21
Gísli Árnason telur mikilvægt að Byggðaráð Skagafjarðar hefji nú þegar viðræður við kröfuhafa Jarðgerðar ehf. um möguleika þess að í sveitafélaginu verði áfram sambærileg starfsemi og fyrirtækið Jarðgerð ehf var stofnað til.
Á fundi Byggðaráðs var lagður fram til kynningar úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra frá 20. apríl sl., um gjaldþrot Jarðgerðar ehf.
Töldu aðrir Byggðaráðsfulltrúar ekki tímabært að fara í formlegar viðræður við kröfuhafa, en fólu sveitarstjóra að kanna leiðir sem mögulegar eru til að halda starfseminni áfram á svæðinu.
Samkvæmti heimildum Feykis mun Byggðastofnun vera aðalkröfuhafi í þrotabú Jarðgerðar ehf.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.