Gísli í stað Gunnars
feykir.is
Skagafjörður
21.07.2009
kl. 09.29
Byggðaráð Skagafjarðar hefur samþykkt að tilnefnda Gísla Árnason, VG, í stjórn Gagnaveitu Skagafjarðar ehf. í stað Gunnars Braga Sveinssonar.
Gagnaveita Skagafjaraðr hefur undanfarin ár unnið að lagningu ljósleiðara í hús á Sauðárkróki auk uppbyggingar háhraðanets í dreifbýli. Þá hefur Gagnaveitan í samvinnu við Akrahrepp hafið undirbúning að uppbyggingu ljósleiðara á heimili í Akrahreppi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.