Gillon með nýtt lag

Út er komið lagið Má ekki elska þig. Lagið er þriðja kynningarlag plötunnar „Bláturnablús“, en sú plata er í vinnslu og væntanleg síðar á árinu. Tekið er upp í Stúdíó Benmen og er upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar. Flytjandi:Gillon.

Platan, sem er væntanleg, er níu laga og komin langt á leið. Áður hafa komið út lögin „Lukkuklukkur“ og „Fíll og köttur“ en hið fyrrnefnda kom út sem 7" smáskífa (lítil plata) síðastliðið haust og inniheldur b-hliðarlagið „Á hárréttum tíma“.

Lagið „Má ekki elska þig“ er væntanlegt á Spotify í næstu viku, en Spotifyhlekk Gillons má sjá HÉR 

Og HÉR er lagið Má ekki elska þig.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir