Gagnaveita í Akrahreppi

Þriðjudaginn 19 maí voru tilboð opnuð vegna lagningar ljósleiðara í Akrahreppi. Útboðið var tvíþætt, efnis og vinnu-útboð.

Verkið var boðið út í lokuðu útboði og 3 aðilar áttu kost á að senda inn tilboð.
Rafstrengir ehf. í Reykjavík,
Tengill ehf. á Sauðárkróki,
Tengir hf. á Akureyri.

Flest tilboð voru undir kostnaðaráætlun og átti Tengill ehf. lægsta tilboð í vinnu, en Tengir hf. lægsta tilboð í efni.

Nú verður óskað eftir nánari upplýsingum frá lægstbjóðendum og tilboðin kynnt fulltrúum Akrahrepps, en þeir taka endanlega ákvörðun um hvort að farið verður út í þessa framkvæmd eða ekki. Ef allt gengur eftir ætti verkið að geta hafist á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir