Fyrsti heimaleikur sumarsins!
Að sjálfsögðu er Stuðningsmannafélag Tindastóls komið á Facbook eins og lög gera ráð fyrir og ætlar að reyna að blása lífi í stuðningsfólk sem hefur verið full kurteist að sumra mati síðustu ár. En hér kemur kveðja Stuðningsmannafélagsins.
Jæja þá er komið að fyrsta leik meistaraflokks karla í knattspyrnu! Sá leikur fer fram á Sauðárkróksvelli fimmtudaginn 21. maí klukkan 14:00. á móti ÍH/HV .
Eins og glöggir stuðningsmenn hafa eflaust frétt verður frítt á völlinn í allt sumar, í boði fyrirtækja á staðnum og mun TENGILL bjóða á fyrsta leik sumarsins! :) Klöppum fyrir þeim!! ;)
Dagskrá leikdags:
13:20 Stuðningsmenn boðnir velkomnir í vallarhúsið þar sem Tengill býður uppá veitingar. Þjálfari mætir og farið verður yfir lið okkar. Stuðningsmenn hvattir til að koma í hópinn. Gamlir knattspyrnubúningar seldir á slikk, nýjir Tindastólstreflar til sölu og veitingasalan verður í fullum gangi.
14:00 Tindastóll – ÍH/HV
ÁFRAM TINDASTÓLL!!!!!!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.