Fyrsta vél easyJet frá Manchester lenti á Akureyri
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
12.11.2024
kl. 17.42
Í morgun hófst áætlunarflug easyJet frá Manchester til Akureyrar, en flogið verður tvisvar í viku út mars 2025. Þrátt fyrir hvassviðri tókst flugmönnum easyJet að lenda vélinni örugglega, og það sama má segja um flugmenn easyJet sem stýrðu vélinni sem kom frá London eftir hádegi. Umsvif easyJet á Akureyrarflugvelli hafa tvöfaldast með tilkomu flugferða frá Manchester frá því sem var síðasta vetur, þegar flugfélagið bauð upp á ferðir frá London í fyrsta sinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.