Fyrsta frumtamningakeppni á Íslandi

Stórhátíðin Tekið til kostanna var haldin í Svaðastaðahöllinni í upphafi Sæluviku og var mikið um að vera. Á laugardeginum kynnti reiðkennarabraut Hólaskóla nýja strauma í hestamennskunni og er óhætt að segja að ýmislegt þar hafi vakið athygli.

 

Nýtt spil var kynnt til sögunnar

Það sem vakti ekki hvað síst athygli var frumtamningakeppni Hólaskóla en sú keppni er hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Sigurvegari keppninnar var hin þýska Christina Mai en hún er nú í verknámi á Þingeyrum. Í keppninni sýndu knapar hve ótrúlegar æfingar er hægt að kenna hrossum á aðeins 100 dögum en verðandi tamningamenn tóku þátt í keppninni og fengu þeir ýmis verkefni til að leysa innan ákveðins tímaramma.

 

 

Spurningunnisvarað, hvor eru betri knapar, konur eða karlar.

Margt annað var á dagskrá og allt mjög áhugavert. Spurningunni, um hvor væru betri knapar konur eða karlar, var svarað með fyrirlestri þeirra Jelenu Ohm og Line Nörgaard og var aðallega gengið út frá líffræðilegum mun karla og kvenna. Þegar allt var tínt til, plúsar og mínusar, varð útkoman sú að jafnt væri komið á með þeim.

 

 

 

Hægt er að sjá skemmtilegar myndir af frumtamningakeppninni á vef Hólaskóla

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir