Frítt á heimaleiki Tindastóls í sumar
Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls hefur ákveðið að rukka ekki inn á knattspyrnuleiki í Íslandsmótinu á þessu sumri. Miðaverð hefur t.d. verið lækkað í efstu deild, en Tindastóll gengur nokkuð lengra og hefur frítt á leikina.
Þetta er gert í frábæru samstarfi við fyrirtæki á Sauðárkróki sem munu bjóða öllum á völlinn.
Fyrsti heimaleikur Tindastóls í 2. deildinni verður nk. fimmtudag en sá leikur verður í boði TENGILS.
Nú er bara að fjölmenna á völlinn og taka alla fjölskylduna með.
Fimmtudagur 21. maí ( uppstigningadagur )
Sauðárkróksvöllur kl. 14:00
Tindastóll – ÍH / HV
Tengill býður öllum á völlinn !
Dagskrá leikdags:
13:20 Stuðningsmenn boðnir velkomnir í vallarhúsið þar sem Tengill býður uppá veitingar. Þjálfari mætir og farið verður yfir lið okkar. Stuðningsmenn hvattir til að koma í hópinn..
Gamlir knattspyrnubúningar seldir á slikk, nýjir Tindastólstreflar til sölu og veitingasalan verður í fullum gangi.
14:00 Tindastóll – ÍH/HV
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.