Fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra boðar til málþings
Laugardaginn 24. apríl næstkomandi klukkan 10:00 býður Fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra öllum áhugamönnum um sögu og samfélagsmál til síns fyrsta málþings: Brot úr sögu samskipta Íslands við erlend ríki; Til upprifjunar fyrir pólitíska umræðu. Í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá fæðingu Valtýs Guðmundssonar á Skagaströnd eru Sveitarfélagið Skagaströnd og bókaútgáfan Urður þátttakendur í málþinginu.
Málþingið er haldið í tengslum við formlega stofnun Fræðaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra föstudaginn 23. apríl. Um leið opnar Biopol sjávarlíftæknisetur nýjar rannsóknarstofur og haft verður opið hús í Nesi Listamiðstöð og Árnesi, elsta húsi bæjarins.
Sætaferðir frá Reykjavík
Farið verður í rútu frá Þjóðminjasafninu í Reykjavík til Blönduóss og Skagastrandar um hádegi föstudaginn 23. apríl og komið í tæka tíð til að taka þátt í opnunarathöfn Fræðasetursins og skoða Skagaströnd. Hægt er að finna gistingu á Skagaströnd eða á Blönduósi (sjá nánar hér á eftir). Kvöldverður verður í Kántrýbæ.
Rútuferð verður milli Blönduóss og Skagastrandar á föstudagskvöldi kl. 23.30 og laugardagsmorgni kl. 08:30. Morgunmatur er reiddur fram í Bjarmanesi á Skagaströnd á laugardagsmorgun kl. 09:00.
Málþingið hefst kl. 10:00 og eftir hádegishlé fara fram opnar umræður til kl. 14:00. Að málþinginu loknu er boðið upp á ferð út á Skagann, m.a. í Kálfshamarsvík með staðkunnugum leiðsögumanni. Rúta fer frá Skagaströnd til Reykjavíkur laugardaginn 24. apríl kl. 16:30. Nánari upplýsingar um dagskrá er að finna HÉRNA og gistimöguleika á Blönduósi og Skagaströnd HÉRNA.
Til að auðvelda skipulag eru þeir sem hafa hug á að nýta sér rútu- og veitingamöguleika beðnir um að skrá sig sem fyrst, ekki síðar en á hádegi á miðvikudag í gegnum heimasíðu ssnv.is. Skráning hér!
Verð
- Rúta milli Reykjavíkur og Skagastrandar kr. 5000.- hvora leið. Rúta frá Blönduósi til Skagastrandar á föstudagskvöldi og laugardagsmorgni er innifalin í verðinu.
- Morgunmatur í Bjarmanesi kl. 9-10 kr. 1.290
- Hádegismatur í Bjarmanesi súpa og brauð kr. 1.290
- Rútuferð í Kálfshamarsvík og fleira með leiðsögumanni – ókeypis
Matseðill í Kántrýbæ, föstudagskvöldið 23. apríl kr. 4.190
Parmaskinka á salatbeði með melónu- og appelsínu vinigrette
Kolasteiktur þorskhnakki „New Orleans“ með hrísgrjónacumbo og nýju grænmeti
Ítölsk ostakaka með karamellusósu og kaffi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.