Frábær Æskulýðssýning Neista

Stórglæsileg æskulýðssýning Neista var haldin s.l  laugardag í reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi þar sem um 40 börn á öllum aldri tóku þátt. Þessi börn eru búin að vera á reiðnámskeiðum í vetur og hefur hluti af þeim einnig stundað nám í knapamerki 1,2 og 3. 

Sýndu þau fimi sína m.a í knapahreysti, hindrunarstökki, þrautabrautum og jafnvægisæfingum.  Elín Hulda Harðardóttir opnaði sýninguna á fánareið og auk þess fékk hún viðurkenningu frá æskulýðsnefnd Neista sem knapi ársins 2009 í unglingaflokki en hún hefur sýnt einstaklega góðan árangur í keppnum á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir