Fólkið í blokkinni fer af stað
Hjá Leikfélagi Sauðárkróks eru æfingar á Fólkinu í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson komnar vel í gang. Leikendur eru 18 talsins og í þeim hópi má finna bæði gömul brýni og fólk sem ekki áður hefur starfað með LS.
Ólafur Haukur hefur í gegnum tíðina samið mikið af skemmtilegum lögum og setur tónlistin sterkan svip á verkið en 12 lög eru í sýningunni (t.d. Hárfinnur hárfíni og Fólkið í blokkinni). Fjögurra manna hljómsveit verður því á sviðinu á sýningum.
Hlutverkin í sýningunni eru mörg og misstór en Jón Stefán Kristjánsson leikstjóri segir þó ekki hægt að tala um nein eiginleg aðalhlutverk, frekar en í okkar daglega lífi. Drengurinn Óli og hans viðhorf til lífsins setja þó nokkurn svip á tilveruna í blokkinni. Annars fjallar Fólkið í blokkinni um ósköp venjulegt fólk í venjulegri blokk, þau hafa jú hvert sín sérkenni og lífshlaupið er þeim miserfitt. Þar er að finna unga og gamla, elskendur og hatendur, fræga og ófræga, og svo koma líka óboðnir gestir.
Nánari umfjöllum um persónur, leikendur og leikfélagslífið má sjá öðru hverju á heimasíðu Leikfélags Sauðárkróks www.skagafjordur.net/ls
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.