Fólkið í blokkinni fær góðar móttökur

 Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi söngleikinn Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson s.l. sunnudagskvöld í upphafi Sæluviku. Uppselt var á frumsýningu.

Fólkið í blokkinni er hjartnæm saga af skrautlegu lífi fólks í blokk í Reykjavík. Íbúarnir ákveða að setja upp söngleik og efniviðurinn er það sjálft. Hárfinnur hárfíni er í forsvari fyrir hljómsveitina Sóna sem æfir stíft í kjallaranum á meðan Robbi húsvörður reynir ólmur að koma í veg fyrir að söngleikurinn komist á koppinn. Sjarmörinn Hannes reynir allt hvað hann getur að ganga í augun á Söru, en ýmsar meinlegar uppákomur og óvænt samkeppni gera honum erfitt fyrir.

Frumsýningin á Fólkinu í blokkinni heppnaðist alveg frábærlega, segir á vef Leikfélagsins en uppselt var á sýninguna og heyrðist á áhorfendum að þeir skemmtu sér konunglega. Leikendur voru hver öðrum betri og var samspil á milli þeirra mjög vel heppnað.

Önnur sýning LS verður í kvöld og hefst kl. 20:30

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir