Flottir ísjakar á Húnaflóa
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Ljósmyndavefur
14.09.2018
kl. 08.51
Brot úr borgarísjaka hafa verið á floti á Húnaflóa í nokkurn tíma og var einn vel sjáanlegur frá Blönduósi í vikunni. Annað brot úr jakanum er við Vatnsnesið. Hafa jakarnir að vonum vakið mikla athygli og orðið myndefni margra enda glæsilegir í alla staði.
Veðurstofan er ekki með jakana á skrá hjá sér en á heimasíðu hennar segir frá einum borgarís við Hornstrandir með hnitin 66°23N 021°22V sem, fyrir sjófarendur, sést vel í radar.
Meðfylgjandi myndir tók Róbert Daníel Jónsson á miðvikudaginn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.