Flenard Whitfield í Tindastól?
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
26.02.2021
kl. 10.42
Karfan.is greinir frá því að Flenard Whitfield hafi samið við Tindastóls um að leika með liðinu í Dominos deild karla í körfubolta. Flenard er framherji og hefur áður leikið á Íslandi en hann var í liði Skallagríms veturinn 2016-2017.
Samkvæmt frétt Körfunnar.is var Flenard stigahæsti leikmaður deildarinnar þann tíma sem hann lék með Borgnesingum og tók næstflest fráköst. Þá lék hann með Haukum tímabilið 2019-20 og skilaði 21 stigi og 10 fráköstum að meðaltali í leik.
Flenard er 201 sm á hæð og er 30 ára gamall. Ásamt því að hafa leikið á Íslandi hefur hann einnig leikið í Finnlandi og í Kanada og var lykilmaður hjá Karhu í Finnlandi sem varð meistari 2017-2018.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.