Fjórðungsmót 1. - 5. júlí á Kaldármelum

Það stefnir í stórmót í fögru umhverfi Kaldármela á Snæfellsnesi í sumar með  tilheyrandi gleðskap að hestamannasið. Fjórðungsmót á Vesturlandi hafa verið haldin frá árinu 1953, hið fyrsta á Faxaborg í Borgarfirði en síðar fluttist mótahald yfir á Kaldármela árið 1980.

 

Það eru hestamannafélögin fimm á Vesturlandi sem standa að fjórðungsmótinu, þ.e. Dreyri, Faxi, Glaður, Snæfellingur og Skuggi.  Hestamannafélögin á Vestfjörðum Hending, Kinnskær og Stormur eru jafnframt þátttakendur á Fjórðungsmóti 2009.

 

Í ár er bryddað upp á þeirri nýbreytni að bjóða siglfirskum, húnvetnskum og skagfirskum hestamannafélögum þátttöku og hefur það mælst vel fyrir. Eru félagar úr Glæsi, Neista, Þyti, Snarfara, Stíganda, Léttfeta, Svaða og Adam úr Kjós boðnir velkomnir  í hópinn.

 

Mikill hugur er í mótshöldurum og undirbúningur þegar kominn á fullan skrið.

 

Ný heimasíða er kominn í loftið fyrir Fjórðungsmótið og er slóðin: http://fm2009.lhhestar.is/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir