Fjölmennur íbúafundir í Húnavatnshreppi
Á fjölmennum sveitafundi í Húnavatnshreppi á dögunum kom fram að tap var á samstæðureikningi sveitarfélagsins á árinu 2009 upp á 16,4 milljónar kr.
Þá var staða á handbæru fé þann 31.12.2009 149,5 mkr.. Eignir 31.12.2009 voru samtals 477 millj.kr og skuldir 134 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins þann 31.12. 2009 var 343,0 millj.kr.
Birgir Ingþórsson kvað sér hljóðs og lýsti hann miklum áhyggjum vegna afkomu Húnavatnshrepps síðasta ár
og taldi að kostnaðaráætlanir vegna framkvæmda hafi staðist illa. Þá gangrýndi Birgir lántöku á síðasta ári sem hann sagði óþarfa einnig gangrýndi Birgir fyrirhugaðar byggingingarframkvæmdir á vegum Fasteigna Húnavatnshrepps. Síðan ræddi Birgir ástand vega í sveitarfélaginu og einnig stöðu mála á Hveravöllum sem hann taldi óviðunandi.
Magnús Siguðsson kvað sér hljóðs. Hann sagði þróunina í afkomu sveitarfélagsins óviðunandi og varaði við óarðbærum fjárfestingum. Magnús ræddi um nauðsynlegar framkvæmdir á Hveravöllum og slæmt viðhald á vegum í sveitarfélaginu.
Í svörum fulltrúa sveitarfélagsins kom fram að engar byggingaframkvæmdir væru fyrirhugaðar á árinu 2010.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.