Fitnessmeistari frá Enni

Um síðustu helgi fór fram svonefnt Reykjavík Grand Prix mót í Háskólabíói þar sem keppt var í fitness og vaxtarrækt. Þetta er í fyrsta skipti sem Grand Prix mót er haldið hér á landi og var erlendum keppendum boðið að taka þátt. Kristján frá Enni sigraði í sínum flokki.

Kristján Geir Jóhannesson frá Enni í Viðvíkursveit var meðal þátttakenda og bar sigur úr býtum  í flokknum Classic Bodybuilding Men +180 cm. Kristján tók þátt í sinni fyrstu fitnesskeppni um haustið 2008 og hafði þá verið að æfa í um eitt otg hálft ár.  Æfingarnar hafa skilað honum þessum glæsta árangri sem náðist í keppninni en segist sjálfur hafa haft góðan grunn að norðan.

 –Ég æfði frjálsar með UMSS hérna í gamla daga og fótbolta með Neista og svo var maður öflugur í heyböggunum, sagði Kristján. Segja má að draumur hans sé að verða að veruleika núna en Jón Páll Sigmarsson var hans aðalhetja þegar Kristjan var í kringum tíu ára aldurinn. Kristján segir að það sé dýrt að vera í þessu sporti og gangi út á það að fá kostunaraðila en núna stefnir hann á að taka þátt í íslandsmeistaramóti í sumar og svo á Grand Prix móti í Osló. Kristján er að leita að kostunaraðilum þannig að ef einhver fyrirtæki vilji taka þátt yrði hann þakklátur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir