Fiskidagurinn litli.

Frá hrossaveislunni í vetur

Næstkomandi fimmtudag (Uppstigningardag) verður haldin veisla í Tjarnarbæ á vegum Ungmennastarfs Léttfeta og verður boðið upp á glæsilega veislurétti.

 

 

 

 

Veislukokkar verða Smári Har og Sigga Ingólfs  ásamt fleirum. Hádeigisverður er frá kl 11.30-13.00 og verður heimilismatur á borðum: Siginn fiskur, saltfiskur, saltað hrossakjöt og fl. ásamt meðlæti. Kvöldverður verður frá kl 18.30-20.30. veislumatur, Skötuselur, karfi, lúða, silungur og fl. ásamt meðlæti. Fyrr í vetur var bryddað upp á hrossakjötsveislu sem mæltist vel fyrir og var í kjölfarið á henni ákveðið að stofna til fiskidags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir