Fíll og köttur Gillons
Út er komin 2. smáskífa Gillons af væntanlegri plötu. Lagið nefnist Fíll og köttur og var það upprunalega samið fyrir 16 árum er höfundur dvaldi syðra við nám. Upptökustjórn er sem fyrr í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar, félaga Gísla úr Contalgen Funeral og er tekið upp í Stúdíó Benmen. Þar vinna þeir Fúsi og Gísli í 5. sólóplötu þess síðarnefnda og mun hún bera heitið Bláturnablús. Útgáfa er áætluð seinna á þessu ári.
Í fyrra kom út fyrsta smáskífa (kynningarlag) plötunnar og nefnist það Lukkuklukkur. Það var gefið út á 7" vínylplötu með b-hliðarlaginu Á hárréttum tíma og kom smáskífan sú einnig út á Spotify. Nýja lagið kemur eingöngu út á rafrænu formi, á Youtube og Spotify.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.