Ferðaþjónusta tengd flúðasiglingum

Guðmundur Ingi Elísson, eigandi  jarðarinnar Hafgrímsstaða hefur sótt um leyfi til að breyta notkun fjárhúsa og hlöðu á jörðinni. Fyrirhugað er að breyta húsunum fyrir starfsemi tengda flúðasiglingum.
Erindi Guðmundar var samþykkt með fyrirvara um samþykki brunavarna. Þá bókaði nefndin vegna setlauga á lóðum -Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir