Eykt átti lægsta tilboð í viðbyggingu verknámshúss FNV
Tilboð í 579m2 viðbyggingu Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra voru opnuð s.l. mánudag á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og reyndist verktakafélagið Eykt ehf eiga lægsta tilboðið.
Alls bárust 12 tilboð og að sögn Magnúsar Ingvarssonar hjá Verkfræðistofunni Stoð er málið nú í hefðbundnu ferli þar sem farið er eftir útboðsreglum og gögnin yfirfarin til að sannreyna að niðurstöðutölur séu réttar. Þegar þeirri vinnu er lokið verður væntanlega samið við handhafa lægsta tilboðs, standist það prófið.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Eykt ehf 149.032.782
Al-verk ehf 158.383.981
Þrá ehf 163.499.546
Friðrik Jónsson ehf 169.994.334
K-Tak ehf 171.082.701
Sveinbjörn Sigurðsson hf 171.893.395
Trésmiðjan Borg ehf 172.923.959
SS Byggir ehf 177.939.085
Verkþing ehf 178.689.519
Virkni ehf 184.736.495
Smiðir ehf 189.766.000
Stefán Einarsson ehf 195.841.132
Kostnaðaráætlun 180.959.119
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.