Enn lausir kartöflugarðar á Nöfunum
feykir.is
Skagafjörður
29.04.2009
kl. 12.04
Enn er hægt að fá leigt pláss í kartöflugarði sem staðsettur er ofan Kristjánsklaufar á Sauðárkróki. Leigan er 1000 krónur yfir sumar og fær leigutaki garðinn afhentan eftir að hann hefur verið plægður.
Að sögn Sigrúnar Halldórsdóttur, umsjónarkonu garðsins, er enn frost í jörðu á Nöfunum og því verði ekki farið í að vinna garðinn fyrr en um og eftir miðjan mai. Það er að því gefnu að tíðin haldist áfram góð.
Áhugasamir ræktendur geta sett sig í samband við Sigrúnu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.