Emil í Kattholti á fjalirnar
Leikfélag Sauðárkróks mun í haust setja upp leikverkið Emil í Kattholti etir Astrid Lindgren. Páll Friðriksson mun leikstýra verkinu og auglýstur hefur startfundur vegna uppsetningarinnar næstkomandi mánudag.
„Við óskum eftir fólki til að leika, smíða, mála, sminka, hvísla, vinna við hljóð og ljós, finna búninga og leikmuni, sauma, selja miða og margt fleira sem þarf til að koma eitt stykki leiksýningu á fjalirnar,“ segir í auglýsingu frá leikfélaginu.
„Þar sem að Emil er stór sýning er mjög nauðsynlegt að allir sem vilja kom að sýningunni innan sviðs sem utan mæti á fundinn til að við sjáum hverjir ætla að vera með og ekki verði töf á að æfingatímabil hefjist,“ segir ennfremur í auglýsingunni. Þeir sem komast alls ekki á fundinn en vilja vera með eða hafa einhverjar spurningar geta haft samband við formann LS, Sigurlaugu Dóru í síma 862 5771 fyrir fundinn. Allir eru velkomnir á fund og vonast leikfélagið eftir að sjá sem flesta.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.