Eldur í Húnaþingi verður í sumar
Hátíðin Eldur í Húnaþingi verður haldin í sumar þar sem á endanum tókst að manna nefndina sem um hátíðina sér. Um tíma leit út fyrir að ekkert yrði af fyrirhuguðum hátíðarhöldum þar sem enginn sótti um að halda þau.
Hátíðin mun standa dagana 21. - 25. júlí og væntanlega margt skemmtilegt sem boðið verður upp á og vill nefndin endilega fá að heyra frá fólki hvað það vill sjá á Eldi í Húnaþingi svo hægt verði að bregðast við í tíma.
Einnig vill nefndin heyra frá þeim sem vilja kannski eitthvað "hafa puttana í hátíðinni" þ.e. að sjá um einhver einstaka atriði.
Þeir sem eru áhugasamir um að Eldur í Húnaþingi verði að glæsilegri hátíð er bent á að hafa samband á - eldurihun@gmail.com - og koma með sínar athugasemdir og hugmyndir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.