Ekki þörf á frekari niðurskurði

Blönduósbær hefur ákveðið að grípa ekki til frekari niðurskurðar á fjárhagsáætlun ársins 2009 en áætlunin var endurskoðuð á dögunum.

Leiddi sú endurskoðun í ljós að ekki er nauðsynlegt að grípa til frekari niðurskurðar en gæta verður fyllsta aðhalds í öllum rekstri. Bæjarráð mun endurskoða fjárhagsáætlun að nýju eftir þrjá mánuði.

Þá var ákveðið að húsaleiga af húsnæði í eigu Blönduósbæjar taki mið að neysluvísitölu fjórum sinnum á ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir